Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Smalahundur

Jíhaaa!!!!!  Þessi dagur var æðislegurGrin  Mamma fór með mig í sveitina, hún vildi sjá hvernig ég plummaði mig innan um kindur, ég er jú af smalahundakyniWink

Ég gat vart hamið hrifningu mína af sveitinni og jarmandi rollunum. Gekk uppréttur á móti Ævari móðurbróður mínum þegar hann kallaði á mig og bauð mér að koma með sér að smala. Og þá hófst sko vinnanHappy   Ég elti óþekktargemsana uppi með Ævari. Sat svo sem fastast og starði stíft á flökkukindurnar. Þær áttu ekki að þvælast aftur út fyrir girðinguna, undir vökulu auðnarráði mínu. Þessi smölun var svo skemmtileg að ég fór stundum framúr sjálfum mér. Ákefðin var svo mikil að það þurfti stundum að hasta á mig og skipa mér að hemja mig. Ég átti nefnilega ekki að sjá um það einn að koma kindunum í fjárhúsið. Það voru víst fleiri en ég að smala þarna í dagGetLost

Þegar kindurnar voru komnar í fjárhúsið, fórum við inn í íbúðarhúsið til þess að hvíla okkur. En hvað haldið þið!!   Ævar, Ragga, Úlla, Pési, Hrafnhildur, Mamma og allir hinir fóru inn í íbúðina, en ég átti að bíða frammi í forstofunni. Hvílíkt óréttlæti. Ég, borgarhundurinn, var ekki sáttur og grét sáran í forstofunni. Þegar það hafði engin áhrif, gelti ég, í von um að mamma hlýddi og hleypti mér inn. Það gekk ekki heldur, það var bara hastað á mig í gegnum lokaðar dyrnarCrying Þá fékk ég alveg nóg. Opnaði dyrnar sjálfur og rölti inn í eldhús. Ég get sko alveg bjargað mérWhistling Ég er líka svo klár.  Formlega orðinn smalahundur, þrátt fyrir að hafa séð kindur í fyrsta skiptið í dagJoyful

 


Tímaleysi

Það er svo mikið að gera hjá mömmu núna að vart er tími til að sinna mér. Viðrun er í lágmarki og fótboltaleikir,,, hvað er það nú eiginlega????Woundering Ég verð örugglega búinn að gleyma hvað ég á að gera við boltann, næst þegar mamma hefur tíma í hundfótboltaGetLost

Ég klessi mér því í fang hennar þegar færi gefst á. Hún kvartar yfir að erfitt sé að sitja með 25kg loðdýr í kjöltunni við tölvuna. Hún sjái nánast ekkert á skjáinn og innsláttarhraðinn sé lítill og villur margar. Já eða vidlllllllurrrrrrrr, magrarrrrrrrrrrLoL

En ég er sá eini sem býðst til þess að setjast í fang hennar við tölvuinnsláttinn, naga á henni eyrnasneplana (hún er nú reyndar dauðhrædd um að ég gleypi eyrnalokk) og slá hana svo öðru hvoru vinalega á vangann, með rófunni. Þrátt fyrir mótbárur af hennar hálfu (veikburða mótbárur), er hún athygli minni og vinahótum þakklát. Ég veit það - ég þekki hana, skelli mér því óhikað í kjöltuna og fæ hana til þess að beina athygli sinni að einhverju frábæru,,, altsó mérHeart Halo Heart


Hluthafa-afmæli

Hluthafinn átti afmæli í gær og að sjálfsögðu mætti ég í veisluna. Ég átti víst að gera mér að góðu nestið sem mamma hafði meðferðis, hundabeinin. Ég reif þau auðvitað í mig, á methraða, því að mig langaði líka í veislufönginFootinMouth

Í upphafi veislunnar kom Gulli, pabbi hluthafans, heim úr veiðiferð með stóran, spikfeitan lax. Ég elti Gulla og laxinn, gekk sko uppréttur alla leið að eldhúsvaskinum þar sem ég settist niður og beið spenntur eftir að fá að borða fiskinn. Sat svo bara og sat, horfði á Gulla skera fiskinn og snyrta, henda roði, innyflum, beinum og haus í ruslið, en ég fékk engin verðlaun. Ég var alveg forviða. Ég sem hafði sýnt hundakúnstir, gengið uppréttur, verið maður. Ósanngjarnt. Mig sem langaði bara til þess að fá að smakka á fisknum. Lyktin af honum var svo hriiiiiiiiiiikalega spennandi. Þá reyndi ég hjálparhelluhlutverkið, ætlaði að tæma ruslið fyrir Gulla svo að hann þyrfti ekki að skokka með pokann niður stigann og alla leið út að tunnunni. En ég mátti það ekki heldur. Ég hef sagt það áður, þetta er harður heimurDevil

Þrátt fyrir fiskleysi í afmælinu, var veislan æði. Ég hitti fullt af fólki og svo fékk ég líka mannamat.  Smakk af Pepperonipizzu og afmælisköku sem Ingibjörg bakaði, algjört æði (bæði kakan og Ingibjörg. Fallegu augun mín, kossar mínir og knús virkuðu alveg í þessari afmælisveisluHalo   

Ég færði hluthafanum, Pálma, merki í afmælisgjöf. Hann þvælist nefnilega út um allt alveg ómerktur. En nú er hægt að koma honum til skila, ef hann villist. Hann er kominn með þetta líka fína merki um hálsinn, sem á er letrað: Þessi maður er eign hundsins LappaGrin


Mengun

Mamma var að vinna í dag, á laugardegi. Hún segir að ég sé svo skynsamur, að ég kunni skil á vinnudögum og helgum, og vildi ekki skilja mig eftir einan heima í búrinu. Því bauð hún mér að koma með í vinnuna. Ég þáði boðið samstundis. Reyndar þigg ég öll hennar boð um leið. Setningar sem byrja á "Eigum við að; eru æðislegar. Sumar þeirra enda á "spila fótbolta", fara í heimsókn til Gulla og Siggu", hitta Mio" .  "Viltu koma með mömmu" setningar eru líka æðislegar,,,, í bílinn", til ömmu", í vinnuna". Ég heyri einungis upphaf þeirra og hleyp í átt að útidyrunum. Mamma heldur því reyndar fram að ég viti nákvæmlega hvað standi til, hvert við séum að faraTounge

Ég hlýt að hafa staðið mig hrikalega vel í vinnunni í dag, alla vega á miðað við verðlaunin. Ég fékk; fullt af hundabeinum, hundagrillpinna, fyllt svína-eitthvað fyrir hunda, pepperoni-smakk fyrir hunda, harðfisk og flatköku.  Kannski fékk ég eitthvað fleira þegar mamma sá ekki til. Hún bannaði Erni að gefa mér súkkulaði, og Ragna mátti ekki fóðra mig á svínakjöti með sósu, rauðkáli, kartöflum, gulum baunum og hrásalati. Samt er mér illt í maganumSickSick

Mamma ætlar að sitja úti í kvöld, vafin inn í flísteppi og kveikja upp í útiarninum. Hún þarf þá ekki að ganga um með gasgrímuBandit 

Ég get þá óhindrað rjátlað um í litla garðinum okkar og losað mig við (ó) loftið án athugasemdaBlushWhistling


Blóðugur boltaleikur

Ég skilaði ég mér heim úr boltanum áðan, blóðugur. Var í hundafótbolta með Pálma og Ingibjörgu þar sem ég sýndi snilldartakta eins og ævinlega. Flaug á eftir boltanum og kærði mig kollóttan um á hverju, eða hvernig ég lenti. Markmiðið er jú að grípa boltann, hlaupa með hann í kjaftinum til sóknarmanna, skila boltanum og fara aftur í vörnHappy

Hamagangurinn í dag var þvílíkur að ég fékk svaka sár á hægri framloppu og það blæddi mikið. En ég var aldeilis ekki til í að hætta að spila, er eins og íþróttahetjurnar í sjónvarpinu, sem mamma var að tapa sér yfir um daginn, fórna mér alveg fyrir boltaíþróttina. Draghaltur og blóðugur, berst ég einbeittur og glaður í boltanumWink

En fótboltafélögum mínum var brugðið og ákváðu að koma mér heim til mömmu áður en skaðinn yrði meiri. Mamma tók pollróleg á móti mér, orðin vön meiðslum mínum. Ólíkt fyrsta skiptinu sem hún sá blóð á loppu og missti sig í móðursýkina. Annar bræðra minna sem veit mikið um blóð og svöðusár, á fólki reyndari, tókst að róa hana og fá hana ofan af því að kalla út dýralækninn og allt hans starfsfólk til þess að sinna mér að kvöldlagiGrin

Ég hef blóðgast nokkrum sinnum síðan þá, svo mamma er orðin býsna sjóuð í hundaíþróttameiðslum. Hún fær að núorðið að hreinsa sárið, ég sé svo sjálfur um restina. Leggst niður og sleiki sárin þegar ég þarf á því að haldaKissing


Líkur sækir líkan heim :)

Ég fór í kvöldgöngu með mömmu áðan. Eins og ævinlega, varð á vegi okkar áhugavert fólk. Fyrst hittum við Theu. En ég verð að segja eins og er að ég var að fara á límingunum á meðan mamma og hún voru að spjalla. Kommon,, maður fer ekki í hundarölt til þess að sitja kyrr og hlusta á konur ræða landsins gagn og nauðsynjarShocking

Því næst rákumst við á ungt sætt par með Chihuahua tík. Ég rétt hnusaði af henni, bakkaði svo varlega frá þegar fór að heyrast í henni. En ég er nú að upplagi svo svakalega góður og blíðlyndur segir mamma og ákvað að ítreka boð sitt við Erlu og Kristínu Evu, við gætum sko alveg passað hann Felix. Þar sem ég er dauðhræddur við svona lítil kríli sem láta mikið í sér heyra, yrði lítil hætta á að ég yrði vondur við hann Felix, honum yrði því alveg óhætt í pössun hjá okkurInLove

Svo hittum við hana Önnu Siggu (hina mömmu bræðra minna, samt er hún ekkert skyld mér) Errm og vinkonu hennar Þórunni. Þórunn var að viðra hund, en þar sem ég var að flýta mér, gleymdi ég alveg að hnusa upp kyn hundsins og spyrja að nafni. Sorry! En Anna Sigga kann sig og kynnti mig fyrir Þórunni og sagði: Þetta er Lappi, og þetta er mamma hans, hann er úti að ganga með hanaGrin

Og það var alveg rétt, ég bókstaflega dró hana mömmu að heiman, æddi með hana Elliðaárdalshringinn og heim aftur. Ég var að flýta mér, í óþolinmæðiskasti. Eitthvað sem mamma kannast vel við. Ég er ekki sá þolinmóðasti á jarðríki, en það sama má segja um mömmu, bara í kvenkyni. Við eigum það sameiginlegt að geta aldrei beðið og þolum illa óstundvísiBlush

Ég er framkvæmdaglaður og byrja á ýmsu sem ég ræð svo ekkert við. Það á líka við um hana mömmu mína. Hana vantaði nýjan rúmgafl í nýja herbergið og ákvað að redda málunum sjálf. Hún átti (í þátíð) MDF plötu og keypti stingsög. Ég gekk alveg af göflunum þegar hún setti það skelfilega tæki í gang. En ég mátti alveg tapa mér,, nú eigum við mamma ónýta MDF plötu og hér er til sölu lítil stingsög, næstum ónotuð, á svakalega góðu verðiGetLost

En svo er ég líka roooooooosaleg kelinn. Pabbi minn, sem ég bjó með fyrstu 8 mánuði lífs míns,kenndi mér að knús, kel, kossar, nart og nag væru ósköp eðlileg tjáningarleið.        Mamma er óttaleg kelin líka, og þakkar það foreldrum sínum og ástúð þeirra.  Ég get því óhikað kysst hana mömmu og knúsað þegar ég vilInLove

Við mamma eru því heppin að hafa fundið hvort annað. Ég, þegar ég þurfti að finna annað heimili, hún, þegar hún þurfti nauðsynlega að hafa frábæran félaga sér við hlið á erfiðum stundumHeartHeart


Atvinnulaus

Þrátt fyrir að við mamma séum einu meðlimir málningarhópsins, rak hún mig út úr tilvonandi sjónvarpsherbergi/vinnuherbergi með látum og lokaði að sér. Hvít loppuför á gólfi, voru víst ekki á listanum yfir framkvæmdir. Sár grátur og krafs í hurð hefur engu skilað, ég er ekki lengur meðlimur málningarliðsins. Mig vantar því sárlega eitthvað að gera núna. Ég er harðduglegur og tel ekki eftir mér að taka þátt í bæði framkvæmdum og húsverkumGrin

Í fyrra málaði ég t.d. hluta íbúðarinnar fyrir mömmu, alveg aleinn. Settist í dökkrauða olíumálningu, þeyttist svo um og málaði með rófunni allt sem á vegi mínum varð. Húsgögn, veggi og gólfefni. Rófan var fagurbleik í marga daga á eftir, einn af uppáhaldslitum mömmu, ég gerði þetta bara fyrir hanaHalo

Ég er liðtækur í baðherbergisþrifum. Sleiki alltaf hreinsiefnið af baðkerinu fyrir mömmu, hún er þá laus við að þrífa það af aftur. Ég kann líka að kveikja og slökkva á ryksugunni, aðallega slekk ég þó á henni. Við erum þá laus við þann hryllingshávaða og getum sungið með þrif-tónlistinniWhistlingWhistling

Svo ef einhvern vantar hjálpsaman hund þar til mamma gleymir hvítu loppuförunum á gólfinu, endilega hafið þá samband. Ég kann allt, ég get allt Happy

 


Ég fæ ekki næga athygli!

Litla nafnan hennar mömmu hefur verið á landinu í nokkra daga. Hún er nú alveg ágæt þegar hún heldur sig í kerrunni. Þá er hægt að hnusa af henni í tíma og ótíma, stelast til þess að sleikja eina kinn eða svo, bara svona pínu smá þegar ég held að enginn sjái til. En þegar hún sleppur úr kerrunni, breytist hún í algeran skaðvald. Hangir í fanginu á mömmu og tekur frá mér alla athyglina. Ég er hreint ekki sáttur við þaðCrying

"Útsí, músí, gútsí, fallegasta barnið, litla dúlla, sæta krútt". Ég hélt að þetta væru mín nöfn!!Gasp Kem skokkandi og þvílíkt glaður til mömmu þegar ég heyri kallað svona fallega á mig, en þá er litla nafnan alltaf þar og ekkert pláss fyrir mig. Mamma man jú svo sem eftir að klappa mér á kollinn, en það er ekki nóg. Ég má ekki hoppa í fangið á henni, "litla sæta barnið" er þar fyrirShocking

"Lítið sætt barn" Halló!! Þessi litla manneskja er mjög handsterk og handóð. Trúið mér, ég veit það eftir að hafa verið leikfangið hennar. Hún rífur af mér handfylli af hárum þegar hún á að vera "góð við voffa" Hún hefur ráðist á trýnið mitt og nagað það, en ég má víst þakka fyrir það að hún er enn tannlaus. Svo vekja eyrun á mér mikla athygli. Skríkjandi af gleði rífur hún í þau af alefli, en þá er mér nú nóg boðið og læt í mér heyra, væli ámátlega undan litla fantinumFrown

Mamma röflar stundum undan heyrnarleysi mínu, þessu sem kemur yfir mig þegar mig langar ekki að hlýða. "Heyrðu góði, þú veist að þetta er bannað. Vorum við ekki búin að ræða þetta, eða eru eyrun dottin af þér"    Næst þegar ég fæ þessa ræðu yfir mig get ég svarað fullum hálsi: "Já, litla sæta barnið, krúttið hún nafna þín reif þau af mér í síðustu heimsókn"Wink


Fár

Hmmmmm,, sko!   Ég missti mig eiginlega smá í gær,, já eða ekki eiginlega Blush

Minn æðislega frábæri félagi, frændi og hluthafi í mér, kom og sótti mig í gærkvöld. Við ætluðum að fara saman í rólegt kvöldrölt (mamma hefði kallað þetta rómantíska kvöldgöngu, en þá hefðu örugglega verið aðrir þátttakendur í þessari kvöldgöngu)Wink

Nema hvað, svo ég haldi nú áfram með lýsinguna á kvöldgöngunni,,,,,, við hittum kött. Ekki einhverja "litla sæta kisu" eins og mamma nefnir þessi óæskilegu dýr. Þetta sem við mættum átti ekkert skylt við það. Svo að ég ákvað að sleppa mér. Í orðins fyllstu merkingu. Þeyttist af stað á eftir óargadýrinu með látum, og sleit tauminn. Hljóp taumlaust á eftir kettinum, hluthafanum til lítillar gleðiShocking

Hann skilaði mér því heim fyrr en áætlað var, frekar grár og gugginn. Mamma ályktaði strax sem svo að ég hefði gengið fram af honum í kattafárinu. Og ég,,, greyið ég, var auðvitað hundskammaður í forstofunni sökum útlits frændans, já og kannski kom þessi slitni taumur þar eitthvað líka við sögu líka. En við nánari yfirheyrslur yfir mér og hluthafanum kom í ljós, að ég átti kannski ekki alla sök á veikindalegu útlit hans. Hann var víst að veikjast, og ekki af hundaeltingaleik Smile

Mamma ætlar því næst þegar ég slít taum, (númer fjögur núna að okkur minnir frá því að ég flutti til hennar), að kanna málsatvik til hlítar áður en ég verð ásakaður. Teljast ekki allir saklausir þar til sekt er sönnuð,, líka hundar?Wink

En þangað til, (að ég missi mig aftur), sendi ég þér minn æðislegi frændi og fótboltafélagi, mínar bestu kveðjur og bataóskir. Og bara svo að þú vitir, þá kannast ég ekkert við slitna tauminn í forstofunni. Ég horfi til hliðar og geng frekar á veggi, heldur en að kannast við að hafa nokkurn tímann barið þessa ónýtu ól augum Whistling Halo Whistling


Neyðarkall

Kæru ættingjar nær og fjær, vinir mínir allir, nágrannar og lesendur. Hjálp!!!! Crying

Ég held að hlutverk mitt sem gæludýr heimilisins hafi eitthvað misskilist.  Allt í einu er ég orðinn dansfélagi mömmu, í neyð, við erum jú bara tvö hér. Ég á að standa í afturfætur, ganga áfram, svo afturábak, og snúast í hringi Shocking

Ég hef yfirleitt ekkert á móti því að sýna hundakúnstir, þegar verðlaun eru í boði.  En núna er mér stórlega misboðið. Þegar ég heyri það hræðilega orð "dansa" og mamma setur nýja diskinn í tækið, þá læt ég mig sko hverfa. Ég dansa ekki. Jafnvel þótt bein sé í boðiBlush

Ég er farinn inn í búr í bili. Kem út aftur þegar Mamma Mia diskurinn er kominn í hulstriðDevil


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband